Blogg

Dagur 1

Það er ýmislegt sem maður þarf að hugsa um þegar maður býr til svona blogg,..

Ætli það sé samt ekki best að kynna sig fyrst..

Ég heiti Andrés Magnússon sem er Sigmundsson sem er Magnússon frá Vindheimum í Skagafirði. Ég er rosalega margt, svona eins og fólk er flest, ég er t.d rafeindavirki, sonur, bróðir, kærasti, nörd, frændi, matgæðingur og stundum hef ég verið leiðsögumaður og einstaka sinnum svefnburka.

Kærastan mín heitir Anna og við búum í Grafarvoginum. Ég vinn hjá Öryggismiðstöðinni.

Nóg af mér í bili, þetta er fyrsti póstur á þessu nýja bloggi og ég vona að þeir verði fleiri.

Mig langaði rosalega mikið að búa til stað þar sem ég gæti skráð mig inn, og bara skrifað um allt sem maður hugsar. Bara svona til að pústa. En síðan fór ég að hugsa aðeins meira um þetta, og þá er þetta kannski bara ágætur staður til að koma frá sér upplýsingum um það sem manni þykir áhugavert, eitthvað annað en Facebook þar sem allt virðist týnast í því ótrúlega flóði af upplýsingum sem birtast þar á hverjum klukkutíma. Þetta er minn staður, staður þar segi það sem ég vil og geri það sem ég vil. Það er ekkert mál að pósta á Facebook, en þetta verður bara eitthvað svo mikið allt eins. Ég veit ekki allveg hvort þetta eigi eftir að verða eitthvað öðruvísi, en ég ætla nú samt að reyna að hafa þetta fróðlegt og skemmtilegt með dass af svona hate bloggum um það sem mér finnst mætti betur fara.. eða mér líður þannig póstum eins og ég ætla að kalla þá.

Advertisements